Sunday, June 26, 2011
Loksins loksins;)
Ég var svo dugleg að byrja á vettlingum fyrir jól í fyrra, kláraði einn og byrjaði svo á öðrum verkefnum;) En þessi eini vettlingur var alltaf að rekast á mig í prjónadótinu og ég alltaf á leiðinni að klára. Lét verða af því í dag og mikið er ég fegin hehe...vettlingarnir tilbúnir;););)
Núna er Haruni sjal númer þrjú í vinnslu og svo þetta þvílíka sæta barnateppi sem ég rakst á á Ravelry. Er aðeins byrjuð á því og finnst það koma mjög vel út. Ákvað að nota Baby garn sem ég keypti í rúmfatalagernum og það virkar vel:)
Hérna er linkur á teppið...set svo mynd þegar ég er búin með mitt:)
http://www.ravelry.com/patterns/library/baby-chalice-blanket
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment