Alltaf gaman að prjóna...:)
Monday, June 27, 2011
Meira meira....ný verkefni:)
Þó svo ég sé með eitt stykki Haruni sjal á prjónunum og barnateppi þá er ég búin að vera með hugmynd af nýrri peysu í smá tíma. Langaði svo að byrja á henni þannig að ég lét það eftir mér;) Fínt að vera með þrennt í gangi ;) Allt of langt síðan ég hannaði og prjónaði lopapeysu þannig að það verður gaman þegar þessi klárast,er að koma mjög vel út það sem komið er;)
Læt fylgja með myndir af þremur peysum sem ég hannaði fyrir svolitlu og komu mjög vel út:)
Sunday, June 26, 2011
Loksins loksins;)
Ég var svo dugleg að byrja á vettlingum fyrir jól í fyrra, kláraði einn og byrjaði svo á öðrum verkefnum;) En þessi eini vettlingur var alltaf að rekast á mig í prjónadótinu og ég alltaf á leiðinni að klára. Lét verða af því í dag og mikið er ég fegin hehe...vettlingarnir tilbúnir;););)
Núna er Haruni sjal númer þrjú í vinnslu og svo þetta þvílíka sæta barnateppi sem ég rakst á á Ravelry. Er aðeins byrjuð á því og finnst það koma mjög vel út. Ákvað að nota Baby garn sem ég keypti í rúmfatalagernum og það virkar vel:)
Hérna er linkur á teppið...set svo mynd þegar ég er búin með mitt:)
http://www.ravelry.com/patterns/library/baby-chalice-blanket
Saturday, June 25, 2011
Jæja....
Tími til kominn að byrja aftur að setja hérna inn. Búin að vera allt of löt við það ansi lengi en nú skal það gerast.
Er búin að vera að sauma og prjóna á fullu. Gjörsamlega dottin í sjölin þessa dagana,smá veikindi í gangi svo ég þakka bara fyrir að hafa þennan prjónaáhuga. Bjargar manni alveg:)
Er núna á þriðja Haruni sjalinu og er búin með þrjú springtime bandid sjöl. Næst á dagskrá er Gail sjalið. Svo ótrúlega gaman að gera þessi sjöl :)
Uppskriftirnar eru fríar inni á ravelry fyrir þá sem hafa áhuga:)
Monday, May 17, 2010
Monday, April 12, 2010
Húfur
Saturday, April 3, 2010
Kisubæli úr Garn og Gaman....
Sunday, March 7, 2010
Barnapeysa
Subscribe to:
Posts (Atom)